hoptimi-litil2.jpg

Skólagjald

Skólagjald fyrir veturinn 2023-2024 er kr. 190.000 í grunn- og miðnámi.  Fyrir framhaldsnám er skólagjaldið kr. 218.000.

Það fer eftir aldri og kennslustigi hversu margar af eftirfarandi hliðargeinum  fylgja einkatímum og hóptímum.   Hliðargreinar sem eru kenndar við skólann eru tónfræði, tónheyrn, hljómfræði, tónlistarsaga, masterclass, meðleikur,  samleikur (kammermúsík) og hljómsveitarstarf.

Greitt er í þrennu lagi, staðfestingargjald í maí, (sem er óafturkræft), fyrri greiðsla í október og seinni í febrúar.

Segja þarf upp námi með þriggja mánaða fyrirvara. Ef nemandi hættir þarf að greiða fyrir þrjá mánuði eftir að uppsögn er tilkynnt. Uppsögn þarf að tilkynna skriflega eða með tölvupósti til skrifstofu skólansMyndasafn

P1310024.jpg
Tónleikar í sal skólans