hoptimi-litil2.jpg

Umhverfi

Þegar einstaklingur fæðist hefst þegar strangt nám. Sér til hjálpar í þessi námi hefur hann yfirleitt tvo aðila, foreldra sína. Þá og næstu árin eru foreldrarnir þær persónur í lífi barnsins sem eru mestu kennararnir. Þegar litið er til þess mikla náms sem fer fram áður en að börn ná valdi á móðurmáli sínu er ljóst að kennarararnir hafa skilað ófáum vinnustundunum við að kenna þetta fag áður en nokkur árangur kemur í ljós.

Ef við lítum á hvernig námið fer fram þegar foreldrar kenna börnum sínum að tala, er ljóst að upphaf þess er strax við fæðingu, ef ekki fyrr. Raddir foreldranna í umhverfi nýfædds barns eru hluti af hljóðumhverfi þess og eru stöðugt fyrir hendi, þrátt fyrir að barnið bregðist ekki við þessum áreitum fyrr en seinna. Þrátt fyrir að barnið bregst ekki við tali foreldranna í byrjun, halda þeir áfram að tala og mynda hljóð sem barnið smátt og smátt byrjar að sýna viðbrögð við og síðar að herma eftir.

Þarna er komin fyrsta forsendan að árangursríku móðurmálsnámi, þ.e. að málið sé í umhverfinu og að foreldrarnir viðhaldi áreitinu þannig að þrátt fyrir lítil viðbrögð barnsins, heldur foreldrið áfram að tala og mynda hljóð við barnið, en gefst ekki upp og lætur í ljós þá skoðun að barnið hafi greinilega enga móðurmálshæfileika og þess vegna þýði ekkert að kenna því!



Myndasafn

hs.jpg
Vortónleikar í Grensáskirkju