hoptimi-litil2.jpg

Nótnalestur

Læra Suzukinemendur að lesa nótur?
Jú, þeir gera það, en ekki í byrjun. Í þessu sambandi er líka samsvörun við nám í eigin móðurmáli.

Áður en börn læra að lesa hafa þau náð góðu valdi á talmáli. Á sama hátt ná börn í Suzuki tónlistarnámi fyrst góðu valdi á grundvallartækni hljóðfæraleiks áður en nám í nótnalestri hefst. Einbeiting ungra barna er ekki svo góð í byrjun náms að hægt sé að ætlast til þess að þau einbeiti sér að hinu flókna ferli nótnalesturs á sama tíma og þau læra undirstöðuatriði spilatækni á hljóðfærið sitt.

Á bæði hljóðfæratækni og nótnalestur, er lögð rík áhersla í námi eftir Suzukiaðferð, en þessir þættir eru aðskildir í byrjun og eitt tekið fyrir í einu



Myndasafn

IMG_7678.jpg
Sellóhóptími