hoptimi-litil2.jpg

Fyrirkomulag

Fyrirkomulagið á náminu í upphafi er þannig að nemandi og foreldri kemur í einkatíma til hljóðfærakennarans einu sinni í viku og síðan í hóptíma með öðrum nemendum og foreldrum hálfsmánaðarlega. Þegar börnin verða eldri bætist við tónfræði, tónheyrn og hljómsveitarleikur (fyrir fiðlu, víólu og celló).

Einkatímar
Í einkatímunum lærir barnið hin tæknilegu atriði hljóðfæraleiks þar sem þess er gætt að skipta náminu niður í mjög lítil vel útfærð atriðið, þannig að nemandinn þurfi ekki að bíða lengi eftir því að ná árangri – eða ,,að takast eitthvað”. Þegar atriðinu er náð gætir kennarinn þess að jákvæð umbun – eða hrós – komi fyrir, þannig að nemandinn hefur það alltaf á tilfinningunni að hann sé að gera vel og að fyrri afrek hvetji hann til dáða við að takast á við næsta skref. Þarna er enn önnur samsvörun við móðurmálsnámið – þ.e. hrósið, sem kemur fyrir árangur, hve lítill sem hann er.

Hóptíminn
Í Suzukitónlistarnámi eru hóptímar mikilvægir. Tilgangur þeirra er að virkja hinn félagslega þátt, bæði með því að börn spila saman svo og að fá tækifæri til að koma fram og spila einleik fyrir aðra. Hóptímarnir eru einnig vettvangur fyrir ýmsa leiki, en móðurmálsaðferðin notar mikið leiki til að koma tækniatriðum á framfæri. Þannig er hugtakið ,,nám í gegnum leik”, mjög mikilvægt í þessari kennslu. Börn á unga aldri læra mikið um lífið í kringum sig í gegn um leik, og er það mikilvægur hluti af þroska þeirra. Þetta notfærir móðurmálsaðferðin sér og virkjar þann kraft og áhuga sem hægt er að ná fram á þennan hátt.



Myndasafn

hóptími.jpg
Fiðluhóptími