hoptimi-litil2.jpg

Suzukiaðferðin

Meginforsenda móðurmálsaðferðar Shinichi Suzuki er að sé börnum búið rétt hvetjandi umhverfi frá upphafi séu möguleikar þeirra til árangurs og þroska á tónlistarsviðinu, og í raun í öllu námi, verulega meiri.

Þessu til samanburðar er dregin upp mynd af því hvernig börn læra móðurmál sitt. Það að læra sitt eigið móðurmál er talið manneskjunni svo eðlilegt í uppvextinum að oft er þetta erfiða nám tekið sem sjálfsagður hlutur. Ástæða er þó til að staldra aðeins við og athuga hvernig börn læra sitt eigið móðurmál og hvernig það umhverfi er sem búið er börnum sem eru að læra sitt eigið móðurmál og þar af leiðandi hverjir helstu þættir í námsferlinu í rauninni eru.Myndasafn

IMG_7679 (1).jpg