hoptimi-litil2.jpg

Námsár

Námsárin í Þýskalandi voru Suzuki nokkuð erfið þar sem hann hafði ekki mikla undirstöðu í fiðluleik og átti jafnframt í erfiðleikum með að læra þýsku. Hann fór að hugsa um af hverju þessir hlutir, bæði tungumál og tónlist, reyndust honum svo erfiðir, nokkuð sem jafnvel ung börn gátu gert mun betur en hann.

Því var það snemma á starfsferlinum sem að Suzuki gerði sér grein fyrir þeim árangri barna að geta talað sitt eigið móðurmál. ,,Öll japönsk börn tala japönsku”. Af hverju væri ekki hægt að kenna tónlist á þennan hátt, þannig að bæði árangur og ánægja fylgdist að?

Suzuki hófst þegar handa við að þróa þessa aðferð sína, fyrst í fiðluleik, en eins og áður er getið var hann fiðluleikari. Stuttu eftir síðari heimstyrjöld stofnaði hann tónlistarskóla í borginni Matsumoto og nú er aðferð hans útbreidd um allan heiminn.Myndasafn

P1310024.jpg
Tónleikar í sal skólans