Hljóðfæri er verðmætur og viðkvæmur hlutur sem á skilið virðingu og umhirðu. Öll hljóðfæri eru viðkvæm fyrir miklum hitabreytingum. Passið að skilja aldrei hljóðfæri eða hljóðfæratöskur eftir nálægt ofni, í beinu sólarljósi eða úti í bíl. Ef sólin skín á hljóðfærið, eða í köldu veðri, getur viðurinn sprungið og límingar gefið sig og þá afstillist hljóðfærið fljótt. Góð ráð frá Jónasi Jónssyni fiðlusmið eru að vefja strengjahljóðfærin í silkiklút (má vera bómullar- eða ullarklútur) áður en þau eru sett í tösku.
M | T | W | T | F | S | S |
---|---|---|---|---|---|---|
« May | ||||||
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 |