hoptimi-litil2.jpg

Umhirða strengjahljóðfæra

Hljóðfæri er verðmætur og viðkvæmur hlutur sem á skilið virðingu og umhirðu. Öll hljóðfæri eru viðkvæm fyrir miklum hitabreytingum. Passið að skilja aldrei hljóðfæri eða hljóðfæratöskur eftir nálægt ofni, í beinu sólarljósi eða úti í bíl. Ef sólin skín á hljóðfærið, eða í köldu veðri, getur viðurinn sprungið og límingar gefið sig og þá afstillist hljóðfærið fljótt. Góð ráð frá Jónasi Jónssyni fiðlusmið eru að vefja strengjahljóðfærin í silkiklút (má vera bómullar- eða ullarklútur) áður en þau eru sett í tösku.



Myndasafn

P1310024.jpg
Tónleikar í sal skólans