hoptimi-litil2.jpg

TÓNLISTARKENNSLA Í REYKJAVÍK Í LJÓSI COVID-19

Suzukitónlistarskólinn í Reykjavík mun fara eftir almennum fyrirmælum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga:

„Hljóðfærakennsla en engin hópakennsla. Tímar vegna hljóðfærakennslu (einkatímar) fari fram í húsnæði Suzukitónlistaskólans í Reykjavík. Hóptímar s.s. hljómsveitartímar, hópæfingar, tónfundir og tónfræðitímar falli niður.“

Einkatímar verða á sínum stað frá og með þriðjudeginum 17. mars.

Meðleikstímar hjá Ástu verða á þriðjudögum kl.18:00-20:00 og miðvikudögum kl.16:00-18:00. Kennarar sjá um að skrá fiðlu-, víólu- og sellónemendur í meðleik.

Atriði fyrir forráðamenn barna sem hafa skal í huga

1. Ef flensueinkenni s.s. hiti og hálsbólga gera vart við sig hjá ykkur eða börnunum ykkar ekki koma þá í spilatíma.

2. Nauðsynlegt er að nemendur og foreldrar þrífi hendur sínar með sápu og spritti fyrir og eftir hljóðfæratíma.

3. Gæta skal að því að bil sé á milli kennslu nemenda þannig að þeir séu ekki að mætast í anddyri eða stofum.

Mætið rétt áður en tími nemandans byrjar. Farið inn í kennslustofu þegar kennari kallar á ykkur. Kennarar þurfa tíma á milli til að þurrka af, í samræmi við viðmið, fyrir og eftir hvern tíma í hverju og einu rými. Einkatími gæti styst vegna þrifa.

4. „Takmarka skal aðkomu forráðamanna inn í rýmin (öll rými skólans) og halda gestakomu almennt í algjöru lágmarki.“ Gert er ráð fyrir að í tímanum séu eingöngu forráðamaður og nemandi.

5. Nemendur þurfa að koma með blýanta og strokleður með sér í tíma.

Hafið samband við okkur ef einhverjar spurningar vakna

mary@suzukitonlist.is  s: 897-8160

postur@suzukitonlist.is

Kærar kveðjur og gangi okkur öllum vel,

Mary Campbell

Skólastjóri