hoptimi-litil2.jpg

Tónfræðagreinar

Suzukitónlistarskólinn í Reykjavík. Tónfræðagreinar.

Í Suzukitónlistarskólanum kennum við tónfræðigreinar samkvæmt námskrá Menntamálaráðuneytisins. Tónfræði, tónheyrn (munnleg og skrifleg) ásamt hlustun og greiningu fer fram vikulega í 50-60 mínútur í senn, frá átta til níu ára aldri og tekur að jafnaði sex ár. Próf eftir þriðja ár gildir sem grunnpróf í tónfræðum. Tónfræðakennslu lýkur síðan eftir sjötta árið með samræmdu miðprófi.

Á framhaldsstigi býður skólinn upp á tónheyrn, hljómfræði og tónlistarsögukennslu ásamt tónsmíðaáfanga til framhaldsprófs. Kennsla í þessum greinum miðar að því að undirbúa nemendur fyrir inntökupróf í Listaháskóla Íslands og aðra tónlistarskóla á háskólastigi.

Kennarar eru Hildigunnur Rúnarsdóttir, Þóra Marteinsdóttir og Sólrún Gunnarsdóttir