Suzukitónlistarskólinn í Reykjavík. Tónfræðagreinar.
Í Suzukitónlistarskólanum kennum við tónfræðigreinar samkvæmt námskrá Menntamálaráðuneytisins. Tónfræði, tónheyrn (munnleg og skrifleg) ásamt hlustun og greiningu fer fram vikulega í 50-60 mínútur í senn, frá átta til níu ára aldri og tekur að jafnaði sex ár. Próf eftir þriðja ár gildir sem grunnpróf í tónfræðum. Tónfræðakennslu lýkur síðan eftir sjötta árið með samræmdu miðprófi.
Á framhaldsstigi býður skólinn upp á tónheyrn, hljómfræði og tónlistarsögukennslu ásamt tónsmíðaáfanga til framhaldsprófs. Kennsla í þessum greinum miðar að því að undirbúa nemendur fyrir inntökupróf í Listaháskóla Íslands og aðra tónlistarskóla á háskólastigi.
Kennarar eru Hildigunnur Rúnarsdóttir, Þóra Marteinsdóttir og Sólrún Gunnarsdóttir
M | T | W | T | F | S | S |
---|---|---|---|---|---|---|
« May | ||||||
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 |