hoptimi-litil2.jpg

Upphaf náms

Í tónlistarkennslu eftir Suzukiaðferð er lögð á það áhersla á að börnin hefji tónlistarnám snemma, eða á þeim aldri þegar næmni og sköpunarþörf eru hvað virkust. Algengast er að börnin byrji að sækja tónlistartíma við fjögurra eða fimm ára aldur. Það er þó engin fyrirstaða fyrir því að námið geti hafist fyrr. Ef tónlist er í umhverfi barns verður hún hluti af veruleika þess og því meiri tónlist sem hefur verið flutt fyrir barnið, því betur er það undir tónlistarnámið búið. Þannig er samsvörunin við móðurmálsnámið sjálft, fyrst er tónlistin hluti af umhverfinu líkt og raddir foreldranna, áður en ætlast er til þess að barnið taki virkan þátt.

Þegar formlegt tónlistarnám hefst eru börnin því þegar búin að afla sér nokkurrar þekkingar á tónlist. Í upphafi námsins koma þau síðan oft í tíma hjá öðrum börnum, sem þegar eru byrjuð að spila til þess að kynnast því ekki aðeins hvernig tónlist hljómar, heldur einnig hvernig farið er að því að framleiða þess tóna, sem hlustað hefur verið á.



Myndasafn

PA060036.jpg
Diljá kennir ungum fiðlunemanda