Læra Suzukinemendur að lesa nótur?
Jú, þeir gera það, en ekki í byrjun. Í þessu sambandi er líka samsvörun við nám í eigin móðurmáli.
Áður en börn læra að lesa hafa þau náð góðu valdi á talmáli. Á sama hátt ná börn í Suzuki tónlistarnámi fyrst góðu valdi á grundvallartækni hljóðfæraleiks áður en nám í nótnalestri hefst. Einbeiting ungra barna er ekki svo góð í byrjun náms að hægt sé að ætlast til þess að þau einbeiti sér að hinu flókna ferli nótnalesturs á sama tíma og þau læra undirstöðuatriði spilatækni á hljóðfærið sitt.
Á bæði hljóðfæratækni og nótnalestur, er lögð rík áhersla í námi eftir Suzukiaðferð, en þessir þættir eru aðskildir í byrjun og eitt tekið fyrir í einu
M | T | W | T | F | S | S |
---|---|---|---|---|---|---|
« Dec | ||||||
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | 31 |