hoptimi-litil2.jpg

Endurtekning

Allir kannast við það að langan tíma tekur fyrir barnið að ná því að mynda rétt orð eða hljóð. Vafalaust taka fáir eftir því hve oft foreldrar endurtaka leiðréttingar á tilraunum barna sinna við orðmyndun, en óhætt er að fullyrða að á ferli máltöku séu daglegar leiðréttingar og endurtekningar á því hvernig málið skuli talað töluvert margar á degi hverjum. Þetta á ekki eingöngu við í frumbernsku heldur einnig upp að þeim aldri þar sem leiðréttingin á “mér langar” í “mig langar” er orðið að stóru atriði. Allar þessar leiðréttingar og endurtekningar hefur foreldrið séð um, án þess að taka mikið eftir því að um leiðréttingar og endurtekningar sé að ræða, og jafnfram sýnt jákvætt viðmót.

Endurtekningin er þriðja forsenda móðurmálsnámsins.



Myndasafn

P1310024.jpg
Tónleikar í sal skólans