hoptimi-litil2.jpg

Skólastarf

Skólinn hóf starfsemi sína skólaárið 1988-1989 og hafði aðsetur fyrsta starfsár sitt í félagsheimili Karlakórs Reykjavíkur að Freyjugötu 14. Síðan flutti skólinn í eigið húsnæði að Brautarholti 4 þar sem hann starfaði til ársins 1998, en hefur starfað síðan að Sóltúni 24. Fyrsti skólastjóri skólans var Haukur F. Hannesson og gegndi hann starfi skólastjóra ásamt því að sinna cellókennslu frá stofnun til ársins 1993. Skólaárið 2001-2002 gegndi Haukur aftur starfi skólastjóra í ársleyfi Mary Campbell.

Kristinn Örn Kristinsson var skólastjóri 1993 til 1997, þá tók við Óskar Ingólfsson um nokkurra mánaða skeið og síðan Sigurður Flosason skólaárið 1997-1998. Frá 1998 er Mary Campbell skólastjóri Suzukitónlistarskólans í Reykjavík.

Fyrsti fastráðni kennari skólans haustið 1988 var Kristjana Pálsdóttir píanókennari og fyrsti fiðlukennari skólans sama haust var Aðalheiður Matthíasdóttir sem ráðinn var sem stundakennari. Aðrir kennarar fyrsta skólaár skólans voru Lilja Hjaltadóttir fiðlukennari sem tók við fiðlukennslunni þegar Aðalheiður fór til framhaldsnáms í Frakklandi og Kristín Benediktsdóttir fiðlukennari. Fjölmargir kennarar hafa starfað við skólann síðan og í dag starfa þar 16 kennarar. Kennt er á fiðlu, víólu, celló og píanó.

Fyrsti ritari skólans var Ingibjörg Barðadóttir og starfaði hún hjá skólanum 1991-2001.

Sextíu börn á aldrinum þriggja til fimmtán ára stunduðu nám í skólanum fyrsta starfsár hans 1988-1989. Nemendafjöldinn á síðustu árum hefur verið um 190 nemendur.



Myndasafn

IMG20120303_002.jpg
Fiðluhóptími