Við óskum nemendum okkar og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar.
Síðasti kennsludagur fyrir jól er laugardaginn 19. desember. Kennsla hefst á ný að loknu jólafríi mánudaginn 4. janúar 2021.
Skrifstofa skólans verður lokuð frá og með 19. desember og opnar aftur 4. janúar.
Allir hóptímar, tónfræðitímar og hljómsveitaræfingar verða aftur á sínum stað í húsnæði Suzukitónlistarskólans.
Síðastliðinn föstudag ( 20. nóv.) var gerð breyting á reglugerð Heilbrigðisráðuneytisins vegna takmörkunar á skólastarfi sem gerir skólanum kleift að hefja hópkennslu á ný.
Gaman er að geta hafið skólastarfið að nýju samkvæmt stundaskrá 🙂
Einkatímar eru áfram á sínum stað en öll hópkennsla fellur niður. Tónfræðikennarar verða áfram í rafrænu sambandi við sína nemendur.
Samkvæmt nýrri reglugerð um takmarkanir á skólastarfi vegna Covid 19 sem tekur gildi í dag 3. nóvember og gildir til og með 17. nóvember nk. þá er tónlistarskólum heimilt að sinna einstaklingskennslu.
Einkatímar eru því á sínum stað en öll hópkennsla fellur niður. Tónfræðikennarar verða áfram í rafrænu sambandi við sína nemendur.
Í ljósi aðstæðna verður kennsla með sama fyrirkomulagi og frá 7. október sl. fram að vetrarfríi.
Í ljósi hertra samkomutakmarkana þá munu hóptímar og hljómsveitaræfingar falla niður í Suzukitónlistarskólanum til og með 19. október nk.
Kennsla í tónfræðigreinum fer ekki fram í húsnæði skólans en tónfræðikennarar munu hafa samband við sína nemendur varðandi kennslufyrirkomulag fram til 19. október.
Einkatímar eru á sínum stað 😊
Skrifstofa skólans hefur nú opnað á ný að loknu sumarleyfi. Við erum með opið frá kl. 9-13 alla virka daga. Kennsla hefst fimmtudaginn 27. ágúst nk. skv. stundatöflu. Við viljum biðja nemendur og forráðamenn að mæta ekki í skólann ef þeir finna fyrir flensueinkennum. Strangar reglur eru varðandi handþvott og sprittun áður en farið er inn í kennslustund og foreldrar beðnir um að hafa grímur þegar þeir koma inn í húsnæði skólans.
Nú er þessi skólavetur á enda og mun skrifstofa skólans vera lokuð í sumar. Við opnum aftur mánudaginn 24. ágúst.
Hægt er að hafa samband í gegnum netfangið postur@suzukitonlist.is
Njótið sumarsins og hittumst hress í haust.
Í ljósi þess að 4. maí nk. verða gerðar tilslakanir á takmörkunum og þá sérstaklega hjá börnum á grunnskólaaldri þá mun kennsla verða með eftirfarandi hætti frá og með mánudeginum 4. maí
Þar sem takmarkanir eru enn í gildi þá biðjum við alla að halda áfram að virða 2 metra fjarlægð og minnum á nauðsynlegan handþvott 😊
M | T | W | T | F | S | S |
---|---|---|---|---|---|---|
« Dec | ||||||
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |