halló!
hoptimi-litil2.jpg
29.04.2020

KENNSLA FRÁ OG MEÐ 4.MAÍ 2020

Í  ljósi þess að 4. maí nk. verða gerðar tilslakanir á takmörkunum og þá sérstaklega hjá börnum á grunnskólaaldri þá mun kennsla verða með eftirfarandi hætti frá og með mánudeginum 4. maí

  1. Einkatími með kennara samkvæmt stundaskrá í húsnæði skólans.
    1. Við gerum ráð fyrir að foreldrar barna á aldrinum 4-7 ára fylgi nemendum í tíma en virði þó 2 metra fjarlægð eins og hægt er.
    2. Foreldrar eldri barna koma EKKI með í tíma.
  2. Hóptímar, hljómsveitaræfingar og kennsla í tónfræðigreinum samkvæmt stundaskrá.
    1. Foreldrar yngri barna ( 4-7 ára) geta komið með í hóptíma en virða fjarlægðartakmarkanir.
    2. Foreldrar barna í hljómsveitum koma EKKI með á æfingar.

Þar sem takmarkanir eru enn í gildi þá biðjum við alla að halda áfram að virða 2 metra fjarlægð og minnum á nauðsynlegan handþvott  😊

13.04.2020

FJARKENNSLA TIL OG MEÐ 3. MAÍ

Á morgun þriðjudaginn 14. apríl hefst kennsla að loknu páskaleyfi og í ljósi þess að samkomubann hefur verið framlengt til 4. maí mun kennsla fara fram í fjarkennslutímum eins og fyrir páska.  Minnum á netfangið postur@suzukitonlist.is ef þið viljið hafa samband við skrifstofuna.
02.04.2020

PÁSKAFRÍ

Síðasti kennsludagur fyrir páska er næstkomandi laugardag 4.  apríl og kennsla hefst á ný þriðjudaginn 14. apríl.

 Myndasafn

PA060036.jpg
Diljá kennir ungum fiðlunemanda