halló!
hoptimi-litil2.jpg
26.03.2020

Kennsla í fjarnámi

Frá og með fimmtudeginum 26. mars verður eingöngu kennt í fjarkennslu.

Kennarar munu hafa samband við foreldra hvernig þeir munu haga náminu fyrir sína nemendur.

Gangi ykkur öllum vel 🙂

 

21.03.2020

Einkatímar og meðleikstímar

Frá og með mánudeginum 23. mars nk. eiga nemendur í Suzuki bók 5 og ofar að koma einir inn í skólann í einkatíma.   Eins og staðan er, er nauðsynlegt að takmarka umgang og passa upp á fjölda í hverju rými í Suzukitónlistarskólanum. Allir sem fara í meðleikstíma til Ástu koma líka einir inn í skólann.

Nemendur í Suzuki bók 1 til 4 mega hafa einn forráðamann með sér í tíma. Það er eingöngu leyfilegt einn forráðamaður og nemandi í einkatíma hjá kennaranum sínum.

     Núna er nauðsynlegt að við sýnum öll samstöðu.

16.03.2020

TÓNLISTARKENNSLA Í REYKJAVÍK Í LJÓSI COVID-19

Suzukitónlistarskólinn í Reykjavík mun fara eftir almennum fyrirmælum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga:

„Hljóðfærakennsla en engin hópakennsla. Tímar vegna hljóðfærakennslu (einkatímar) fari fram í húsnæði Suzukitónlistaskólans í Reykjavík. Hóptímar s.s. hljómsveitartímar, hópæfingar, tónfundir og tónfræðitímar falli niður.“

Einkatímar verða á sínum stað frá og með þriðjudeginum 17. mars.

Meðleikstímar hjá Ástu verða á þriðjudögum kl.18:00-20:00 og miðvikudögum kl.16:00-18:00. Kennarar sjá um að skrá fiðlu-, víólu- og sellónemendur í meðleik.

Atriði fyrir forráðamenn barna sem hafa skal í huga

1. Ef flensueinkenni s.s. hiti og hálsbólga gera vart við sig hjá ykkur eða börnunum ykkar ekki koma þá í spilatíma.

2. Nauðsynlegt er að nemendur og foreldrar þrífi hendur sínar með sápu og spritti fyrir og eftir hljóðfæratíma.

3. Gæta skal að því að bil sé á milli kennslu nemenda þannig að þeir séu ekki að mætast í anddyri eða stofum.

Mætið rétt áður en tími nemandans byrjar. Farið inn í kennslustofu þegar kennari kallar á ykkur. Kennarar þurfa tíma á milli til að þurrka af, í samræmi við viðmið, fyrir og eftir hvern tíma í hverju og einu rými. Einkatími gæti styst vegna þrifa.

4. „Takmarka skal aðkomu forráðamanna inn í rýmin (öll rými skólans) og halda gestakomu almennt í algjöru lágmarki.“ Gert er ráð fyrir að í tímanum séu eingöngu forráðamaður og nemandi.

5. Nemendur þurfa að koma með blýanta og strokleður með sér í tíma.

Hafið samband við okkur ef einhverjar spurningar vakna

mary@suzukitonlist.is  s: 897-8160

postur@suzukitonlist.is

Kærar kveðjur og gangi okkur öllum vel,

Mary Campbell

Skólastjóri

15.03.2020

Öll kennsla í Suzukitónlistarskólanum í Reykjavík fellur niður mánudaginn 16. mars vegna starfsdags.

Vegna Covid-19 veirunnar eru fyrirsjáanlegar breytingar á skólastarfi næstu vikurnar að tilmælum yfirvalda.
Suzukitónlistarskólinn í Reykjavík mun hafa starfsdag, mánudaginn 16. mars til að skipuleggja skólastarfið.
Engin kennsla verður því í skólanum á morgun.

12.03.2020

Skólastarf

Í ljósi þeirra aðstæðna sem komnar eru upp í samfélaginu vegna Covid-19 veirunnar þá viljum við í Suzukitónlistarskólanum í Reykjavík ítreka að skólinn starfar eins og venjulega á meðan yfirvöld hafa ekki sett á samkomubann. Öll kennsla, einkatímar, tónfræði, hóptímar og hljómsveitaræfingar er óbreytt að svo stöddu.

Fyrirhugað tónleikahald í mars mun þó falla niður, þ.m.t. laugardagstónleikar og tónleikar með strengjakvartett kennara.

Þeir forráðamenn og nemendur sem finna fyrir flensulíkum einkennum eru vinsamlegast beðnir um að mæta ekki í skólann.

Bréf frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra

Vinsamlegast smellið á neðangreinda hlekki til að lesa bréf frá ríkislögreglustjóra.

 

Bréf almannavarna til nemenda foreldra og forráðamanna 110320

 

To parents and guardians_EnglishMyndasafn

hs.jpg
Vortónleikar í Grensáskirkju