halló!
hoptimi-litil2.jpg
01.02.2019

UNGBARNANÁMSKEIÐ

Tónlistarnámskeið fyrir ung börn og foreldra þeirra.

Suzukitónlistarskólinn í Reykjavík býður upp á námskeið fyrir börn á aldrinum 3ja mánaða til þriggja ára.

Á námskeiðinu eru kennd barnalög og kvæði, leikið, dansað og notið samverunnar. Kennari notar m.a. kennsluefni og hugmyndafræði Suzukiaðferðarinnar til grundvallar námskeiðinu og foreldrar læra leiðir til að nota söng og tónlist í daglegu uppeldi og umönnun barna sinna.

Kennari er Diljá Sigursveinsdóttir, suzukifiðlukennari við skólann, sem einnig er menntuð söngkona og söngkennari og hefur margra ára reynslu sem kennari ungra barna.

Námskeiðið hefst laugardaginn 2.febrúar 2019 kl.10:45-11:45.  Námskeiðið er 8 tímar og kennt er á eftirfarandi dögum 2. og 16. feb., 9. og 23. mars, 6. og 27. apríl, 18. og 25. maí.

Kennsla fer fram í húsnæði skólans að Sóltúni 24.

Verð kr. 25.000

Skráning er á netfanginu postur@suzukitonlist.is