halló!
hoptimi-litil2.jpg
30.09.2016

Tónleikar í sal skólans 1. október kl. 14:00

Tónleikar verða haldnir í sal skólans á morgun, laugardaginn 1.október kl. 14:00.

Eftirtaldir nemendur koma fram:

Kristján Valur Árnason
Veronica Salka Firth
Bríet Hilmarsdóttir
Flóki Kjartansson Narby

Allir velkomnir

16.09.2016

Tónleikar í sal skólans laugardaginn 17.september kl. 14:00

Þá er komið að fyrstu tónleikum vetrarins í sal skólans.  Hefjast þeir kl. 14:00 og fram koma eftirfarandi nemendur. Allir velkomnir.

Emilía Rut Kristjánsdóttir
Auður Pálsdóttir
Embla Karen Egilsdóttir
Julija Emm Pavlovic
Steinunn Dís Ö. Sævarsd.
Elísabet Ólafsdóttir
Þórdís Emilía Aronsdóttir
Þórdís Helga Ásgeirsdóttir

02.09.2016

TÓNLISTARNÁMSKEIÐ FYRIR UNG BÖRN OG FORELDRA ÞEIRRA.

SKRÁNING HAFIN. 
Vinsamlegast athugið að takmarkaður fjöldi er á hvert námskeið.

Tekið er við skráningum í gegnum netfangið postur@suzukitonlist.is

Námskeiðið hefst fimmtudaginn 6. október nk. og er vikulega í 8 vikur. ( 6.okt, 13.okt, 27.okt, 3.nóv, 10.nóv, 17.nóv, 24.nóv og 1.des.) Kennslan fer fram í sal Suzukitónlistarskólans í Reykjavík, Sóltúni 24.

Námskeið ætlað börnum á aldrinum eins árs til þriggja ára er kennt frá kl.9:00 til 10:00.
Námskeið fyrir börn á aldrinum þriggja mánaða til eins árs er kennt frá kl. 10:00 til 11:00

Verð kr. 25.000,-

Næsta haust verður boðið upp á í Suzukitónlistarskólanum í Reykjavík námskeið fyrir ung börn og foreldra þeirra. Annars vegar verður námskeið ætlað fyrir börn frá 3ja mánaða til eins árs og hins vegar fyrir börn eins árs til þriggja ára.
Á námskeiðinu verða kennd barnalög og kvæði, leikið, dansað, og notið samverunnar. Kennari notar m.a. kennsluefni og hugmyndafræði Suzukiaðferðarinnar til grundvallar námskeiðinu og foreldrar læra leiðir til að nota söng og tónlist í daglegu uppeldi og umönnun barna sinna. Námskeiðið er hugsað sem góður undirbúningur fyrir Suzuki-hljóðfæranám sem hægt er að stunda við skólann frá 3ja ára aldri. Kennari verður Diljá Sigursveinsdóttir, Suzukifiðlukennari við skólann, sem einnig er menntuð söngkona og söngkennari og hefur margra ára reynslu sem kennari ungra barna.
Tónar og hljóð
Börnin okkar skynja hljóð þegar í móðurkviði. Þau heyra t.d. vel hjartslátt móðurinnar en einnig utanaðkomandi hljóð, þar á meðal söng og hljóðfæraslátt. Rannsóknir sýna að eftir að barnið er komið í heiminn hefur tónlist jákvæð áhrif á tilfinninga- og hreyfiþroska þess, að ekki sé talað um áhrif söngiðkunar á málþroska.

 

Diljá og ungbörn 6