halló!
hoptimi-litil2.jpg
03.06.2016

Sumarfrí

Skrifstofa skólans er lokuð í sumar og opnar aftur mánudaginn 22. ágúst kl. 9:00. Hægt er að hafa samband með tölvupósti á netfangið postur@suzukitonlist.is.

Tónlistarnámskeið fyrir ung börn og foreldra.

Diljá og ungbörn 6

Næsta haust verður boðið upp á í Suzukitónlistarskólanum í Reykjavík námskeið fyrir ung börn og foreldra þeirra. Annars vegar verður námskeið ætlað fyrir börn frá 3ja mánaða til eins árs og hins vegar fyrir börn eins árs til þriggja ára.

Á námskeiðinu verða kennd barnalög og kvæði, leikið, dansað, og notið samverunnar. Kennari notar m.a. kennsluefni og hugmyndafræði Suzukiaðferðarinnar til grundvallar námskeiðinu og foreldrar læra leiðir til að nota söng og tónlist í daglegu uppeldi og umönnun barna sinna. Námskeiðið er hugsað sem góður undirbúningur fyrir Suzuki-hljóðfæranám sem hægt er að stunda við skólann frá 3ja ára aldri. Kennari verður Diljá Sigursveinsdóttir, Suzukifiðlukennari við skólann, sem einnig er menntuð söngkona og söngkennari og hefur margra ára reynslu sem kennari ungra barna.

Tónar og hljóð

Börnin okkar skynja hljóð þegar í móðurkviði. Þau heyra t.d. vel hjartslátt móðurinnar en einnig utanaðkomandi hljóð, þar á meðal söng og hljóðfæraslátt. Rannsóknir sýna að eftir að barnið er komið í heiminn hefur tónlist jákvæð áhrif á tilfinninga- og hreyfiþroska þess, að ekki sé talað um áhrif söngiðkunar á málþroska.