bogiahaus.jpg
02.04.2020

PÁSKAFRÍ

Síðasti kennsludagur fyrir páska er næstkomandi laugardag 4.  apríl og kennsla hefst á ný þriðjudaginn 14. apríl.

 

26.03.2020

Kennsla í fjarnámi

Frá og með fimmtudeginum 26. mars verður eingöngu kennt í fjarkennslu.

Kennarar munu hafa samband við foreldra hvernig þeir munu haga náminu fyrir sína nemendur.

Gangi ykkur öllum vel 🙂

 

21.03.2020

Einkatímar og meðleikstímar

Frá og með mánudeginum 23. mars nk. eiga nemendur í Suzuki bók 5 og ofar að koma einir inn í skólann í einkatíma.   Eins og staðan er, er nauðsynlegt að takmarka umgang og passa upp á fjölda í hverju rými í Suzukitónlistarskólanum. Allir sem fara í meðleikstíma til Ástu koma líka einir inn í skólann.

Nemendur í Suzuki bók 1 til 4 mega hafa einn forráðamann með sér í tíma. Það er eingöngu leyfilegt einn forráðamaður og nemandi í einkatíma hjá kennaranum sínum.

     Núna er nauðsynlegt að við sýnum öll samstöðu.